Leikir framundan

HANDKNATTLEIKUR 

Meistaraflokkur karla stóð í ströngu síðasta þriðjudag þegar liðið tapaði gegn Fram. Liðið situr í 10. sæti í Olís deildinni og næsti leikur átti að vera gegn Aftureldingu næsta laugardag en honum hefur verið frestað vegna covid.  Coca Cola bikarinn er á dagskrá í næstu viku en miðvikudaginn 16. febrúar fáum við Hauka í heimsókn og hefst leikurinn kl. 20:00, leikurinn verður í beinni á RÚV 2. 

Meistaraflokkur kvenna vann frábæran sigur á ÍR síðstliðið föstudagskvöld. Liðið situr í 4. sæti í Grill 66 deildarinnar en næsti leikur er gegn Fjölni/Fylki á sunnudaginn kl. 16:30 í Dalhúsum í Grafarvogi.   Coca Cola bikarinn er einnig á dagskrá í næstu viku hjá stelpunum en þær mæta ÍR í Austurbergi fimmtudaginn 17. febrúar kl. 19:30e. 

U lið Gróttu tekur þátt í 2. deildinni og trónir á toppnum í deildinni. Liðið er byggt upp á leikmönnum sem fá minna að spila með meistaraflokknum og yngri leikmönnum félagsins. Liðið sækir U-lið ÍBV heim á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 16:00 og á föstudaginn 18. febrúar fer liðið á Selfoss og spilar við heimamenn. 

FIMLEIKAR

Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars. 

KNATTSPYRNA

Lengjubikar karla í knattspyrnu hefst á sunnudaginn 12. febrúar  þegar liðið mætir Val á Origovellinum kl. 12:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti heimaleikur liðsins fer fram laugardaginn 19. Febrúar þegar Þróttur Vogum kemur í heimsókn kl. 14:00. 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00.

Minning – Davíð B. Gíslason

Davíð B. Gíslason verður lagður til hinstu hvílu í dag. Hann lést á heimili sínu í lok janúar eftir erfið veikindi. Fjöldi ættingja, vina og samstarfsfélaga minnast Davíðs í minningargreinum Morgunblaðsins í dag og næstu daga. Davíð starfaði innan Gróttu frá 12 ára aldri. Fyrst sem iðkandi og síðar leikmaður meistaraflokks í handbolta um árabil. Hann kom einnig að starfinu sem þjálfari, dómari, stjórnarmaður, foreldri, fararstjóri og stuðningsmaður.Íþróttafélagið Grótta færir fjölskyldu Davíðs einlægar samúðarkveðjur með djúpri þökk fyrir ómetanlegt starf Davíðs á liðnum árum. Minningin um frábæran félaga mun lifa.