Fimleikafjör í dymbilvikunni – FELLUR NIÐUR

ATHUGIÐ – Námskeið heftur verið fellt niður vegna sóttvarnaraðgerða. Vinsamlegast hafið samband við Ólöfu framkvæmdastjóra fimleikadeildar Gróttu varðandi endurgreiðslu á þátttökugjaldi. Tölvupóstfang fimleikadeild@grotta.is og sími 561-1137.

Fimleikadeild Gróttu ætlar að bjóða upp á Fimleikafjör dagana 29., 30. og 31. mars fyrir krakka á aldrinum 7 – 10 ára (2011-2014).

Fimleikasalurinn er opinn og farið verður í fimleikaæfingar, leiki og frjálsan leik. Hægt verður að lita og perla ef fimleikaorkan klárast.

Fjörið er frá kl. 09:00 – 12:00. Krakkarnir þurfa að taka með sér hollt og gott nesti.

Hver dagur kostar 2700 kr. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum https://www.sportabler.com/shop/grotta.

ATH: Það er takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Fullorðinsfimleika námskeið

Fimleikadeild Gróttu ætlar að bjóða upp á 8 vikna námskeið í fullorðinsfimleikum frá 16.september-9.nóvember.

Kennt verður á mánudags-, og miðvikudagskvöldum frá klukkan 20:15-21:30 í fimleikasal Gróttu.

Á námskeiðinu eru tvær æfingar á viku þar sem lögð verður áhersla á styrk og þrek annan daginn og fimleikaæfingar hinn daginn.

Fyrsta æfingin á námskeiðinu verður haldin miðvikudaginn 16.september og þá eru allir velkomnir að koma og prófa.

Fullorðinsfimleikar er frábær hreyfing og góð skemmtun fyrir alla og það þarf engan bakgrunn til þess að vera með.

Námskeiðið kostar 25.600 kr, skráning og greiðsla fer fram í gegnum skráningarkerfi Nóra (https://grotta.felog.is/). Athugið að einungis er hægt er að skrá sig 2 x í viku og ef það næst ekki næg þátttaka þá fellur námskeiðið niður.

Þjálfari námskeiðsins er Hrafnhildur Sigurjónsdóttir