Sérstakur covid-19 íþrótta- og tómstundastyrkur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn vegna áhrifa af Covid-19. Markmið styrkjanna er að jafna tækifæri barna sem búa á tekjulægri heimilum til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Nánari upplýsingar og umsóknarform er að finna hér:

Íslenska – https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs
Enska – https://island.is/…/support-for-childrens-recreational

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/18/Opnad-fyrir-umsoknir-a-serstokum-ithrotta-og-tomstundastyrk-vegna-ahrifa-af-Covid-19/?

Fagráð Gróttu verður til

Síðastliðinn fimmtudag fór fram fyrsti fundur fagráðs Gróttu. Fagráðið er stofnað í þeim tilgangi að styrkja viðbrögð félagsins við málum sem kunna að koma upp og tengjast áreitni, einelti og ofbeldi. Í aðgerðaráætlun Gróttu kemur fram að í fagráðinu, sem skipað er til tveggja ára í senn, sitja þrír óháðir aðilar sem hafa fagþekkingu og reynslu af meðferð mála af þessu tagi.

Í fagráðinu sitja:

– Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur
– Grímur Sigurðsson, lögmaður
– Sjöfn Evertsdóttir, sálfræðingur

Varamenn eru:
– Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
– Viðar Lúðvíksson, lögmaður

Næsti fundur ráðsins er í ágústmánuði en þar mun ráðið gera sér verklagsreglur um starfsemi ráðsins sem verða auglýstar til félagsmanna í kjölfarið.

Í viðhengi má finna aðgerðaráætlun Gróttu gegn áreitni, einelti og ofbeldi og viðbragðsáætlun vegna tilkynninga um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og annað ofbeldi. Eru þjálfarar og stjórnarmenn beðnir um að kynna sér þessar áætlanir.

https://grotta.is/wp-content/uploads/2020/06/Adgerdaaetlun.Grottu.gegn_.areitni.eineltiogofbeldi.pdf

https://grotta.is/wp-content/uploads/2020/06/Fagrad.Grottu.Ferli_.pdf

Breytingar á lögum Gróttu

Á aðalfundi Gróttu sem fram fer nk. fimmtudag 4. júní kl. 17:00 í hátiðarsal Gróttu liggja fyrir til samþykktar breytingar á lögum félagsins. Hér meðfylgjandi má finna lögin eins og þau líta út eftir breytingar en þau liggja einnig á skrifstofu félagsins til kynningar.

Halda áfram að lesa