Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Gróttu

Afhending verðlauna fyrir íþróttafólk Gróttu fyrir árið 2020 fór fram með öðru sniði í ár. Við tókum saman myndband þar sem er að finna samantekt á afhendingu verðlauna, myndum af merkjahöfum og kynningar frá Braga Björnssyni formanni Gróttu.

Magnus teiknaði jólakort Gróttu 2020

Jólakortsamkeppni Gróttu var haldin í annað skipti nú fyrir jólin. Við efndum til teiknisamkeppni í 4. bekk Mýrarhúsaskóla um að velja teikningu sem myndi príða jólakortið í ár.

Magnus Holm-Andersen átti teikninguna sem varð hlutskörpust og hún prýðir jólakort félagsins árið 2020. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir 3 aðrar teikningar.

Við viljum þakka skólastjórnendum í Mýrarhúsaskóla fyrir samstarfið í ár og þessi viðburður er orðinn hefð hjá félaginu.

Magnus á jólakort Gróttu 2020

Jólakortsamkeppni Gróttu var haldin í annað skipti nú fyrir jólin. Við efndum til teiknisamkeppni í 4. bekk Mýrarhúsaskóla um að velja teikningu sem myndi príða jólakortið í ár. Magnus Holm-Andersen átti teikninguna sem varð hlutskörpust og hún prýðir jólakort félagsins árið 2020. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir 3 aðrar teikningar. Við viljum þakka skólastjórnendum í Mýrarhúsaskóla fyrir samstarfið í ár og þessi viðburður er orðinn hefð hjá félaginu.

Leynast myndir úr starfi Gróttu í þinni geymslu ?

Hún Hrafnhildur Thoroddsen kemur á skrifstofuna til okkar hjá Gróttu þrisvar í viku og vinnur að ýmsum tilfallandi verkefnum. Fyrir nokkru fjárfestum við í myndaskanna og því er Hrafnhildur þessa dagana að skanna inn mikið safn mynda sem safnast hafa í gegnum árin úr starfi félagsins.

Verkefnið gengur vel en okkur langar að kanna hvort það leynist mögulega fleiri myndir sem tengjast sögu og starfi Gróttu í albúmum eða geymslum.

Lumar þú mögulega á myndum sem við mættum fá lánaðar til að skanna?

Ef svo er settu þig í samband við gullijons@grotta.is sem einnig veitir nánari upplýsingar.

Skráning á vornámskeið í stubbafimi

Skráning á vornámskeið í stubbafimi fyrir iðkendur fædda 2016 og 2017 er hafin inn á skráningarsíðunni grotta.felog.is.

Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendum fimleikadeildar Gróttu. Áhersla er lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Fyrsti stubbatími vorannar verður laugardaginn 9. janúar og sá síðasti 24. apríl (15 skipti).
Kennt er á laugardagsmorgnum.  

Fyrirkomulagið er á þann hátt að börnin æfa án foreldra í tímunum.

Sérstakur covid-19 íþrótta- og tómstundastyrkur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn vegna áhrifa af Covid-19. Markmið styrkjanna er að jafna tækifæri barna sem búa á tekjulægri heimilum til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Nánari upplýsingar og umsóknarform er að finna hér:

Íslenska – https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs
Enska – https://island.is/…/support-for-childrens-recreational

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/18/Opnad-fyrir-umsoknir-a-serstokum-ithrotta-og-tomstundastyrk-vegna-ahrifa-af-Covid-19/?

Fagráð Gróttu verður til

Síðastliðinn fimmtudag fór fram fyrsti fundur fagráðs Gróttu. Fagráðið er stofnað í þeim tilgangi að styrkja viðbrögð félagsins við málum sem kunna að koma upp og tengjast áreitni, einelti og ofbeldi. Í aðgerðaráætlun Gróttu kemur fram að í fagráðinu, sem skipað er til tveggja ára í senn, sitja þrír óháðir aðilar sem hafa fagþekkingu og reynslu af meðferð mála af þessu tagi.

Í fagráðinu sitja:

– Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur
– Grímur Sigurðsson, lögmaður
– Sjöfn Evertsdóttir, sálfræðingur

Varamenn eru:
– Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
– Viðar Lúðvíksson, lögmaður

Næsti fundur ráðsins er í ágústmánuði en þar mun ráðið gera sér verklagsreglur um starfsemi ráðsins sem verða auglýstar til félagsmanna í kjölfarið.

Í viðhengi má finna aðgerðaráætlun Gróttu gegn áreitni, einelti og ofbeldi og viðbragðsáætlun vegna tilkynninga um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og annað ofbeldi. Eru þjálfarar og stjórnarmenn beðnir um að kynna sér þessar áætlanir.

https://grotta.is/wp-content/uploads/2020/06/Adgerdaaetlun.Grottu.gegn_.areitni.eineltiogofbeldi.pdf

https://grotta.is/wp-content/uploads/2020/06/Fagrad.Grottu.Ferli_.pdf

Breytingar á lögum Gróttu

Á aðalfundi Gróttu sem fram fer nk. fimmtudag 4. júní kl. 17:00 í hátiðarsal Gróttu liggja fyrir til samþykktar breytingar á lögum félagsins. Hér meðfylgjandi má finna lögin eins og þau líta út eftir breytingar en þau liggja einnig á skrifstofu félagsins til kynningar.

Halda áfram að lesa