Grótta heldur alvöru sveitaball sem heitir VERBÚÐARBALL 10. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Verbúðarbandið ásamt Stebba Hilmars og Selmu Björns gerir allt vitlaust en í verbúðarbandinu er valinn maður í hverju rúmi undir stjórn Vignis Snæs (hljómsveitarstjóra).
Verbúðarbandið er skipað:
Vignir Snær Vigfússon hljómsveitarstjóri og gítarleikari. Þorbjörn ‘Tobbi’ Sigurðsson bassaleikari. Andri Guðmundsson hljómborðsleikari og Þorvaldur ‘Doddi’ Þorvaldsson trommari.
Risastór leynigestur verður kynntur þegar nær dregur balli. Tryggið ykkur miða í tíma en miðasala hefst mánudaginn 27. júní kl. 12:00
Forsöluverð: 4.990kr út júlí
Almennt verð: 5.990kr frá 1. ágúst fram að balli
Ekki missa af stærsta balli ársins !!