Skip to content

Minning – Davíð B. Gíslason

Davíð B. Gíslason verður lagður til hinstu hvílu í dag. Hann lést á heimili sínu í lok janúar eftir erfið veikindi. Fjöldi ættingja, vina og samstarfsfélaga minnast Davíðs í minningargreinum Morgunblaðsins í dag og næstu daga. Davíð starfaði innan Gróttu frá 12 ára aldri. Fyrst sem iðkandi og síðar leikmaður meistaraflokks í handbolta um árabil. Hann kom einnig að starfinu sem þjálfari, dómari, stjórnarmaður, foreldri, fararstjóri og stuðningsmaður.Íþróttafélagið Grótta færir fjölskyldu Davíðs einlægar samúðarkveðjur með djúpri þökk fyrir ómetanlegt starf Davíðs á liðnum árum. Minningin um frábæran félaga mun lifa.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar