Skip to content

Íþróttastarf Gróttu fellur niður til 19. október

Í kjölfar tilkynninga ÍSÍ og sérsambanda í morgun tilkynnist hér með að allt íþróttastarf barna og fullorðinna fellur niður hjá Gróttu frá og með deginum í dag og til 19.10 nk.

Á þetta við um allt skipulagt starf á öllum okkar starfssvæðum þ.e. gervigrasvelli, vallarhúsi og öllum okkar íþróttasölum í íþróttahúsi.

Ástandið er alvarlegt og er það samfélagsleg skylda okkar að taka þátt í þeim aðgerðum sem nú eru í gangi, annað væri óábyrgt af okkar hálfu. 

Sem fyrr í faraldrinum munu þjálfarar okkar sinna heimaæfingum fyrir iðkendur. Starfsmenn á skrifstofu aðalstjórnar munu einnig koma með innlegg sem mun nýtast iðkendum allra deilda.

Er það von okkar sem fyrr að foreldrar og forráðamenn geti haldið iðkendum inni í okkar starfi þó óhefðbundið sé. Við munum gera okkar besta og vonum auðvitað að ástandið batni fljótt og að starfsemin verði komin í eðlilegt horf fyrr en seinna.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Kári Garðarsson, Framkvæmdastjóri Gróttu

kari@grotta.is | gsm: 868-2426

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print