Skip to content

Fanney Hauksdóttir heimsmeistari í kraftlyftingum

Fyrir stuttu náði kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir úr Gróttu þeim frábæra árangri að verða heimsmeistari í klassískri bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Potchefstroom í Suður-Afríku.

Fanney varð heimsmeistari í -63 kg flokki á mótinu. Hún lyfti mest 105 kg en reyndi einnig við 110 kg lyftu. Algjörlega frábær árangur hjá þessari mögnuðu íþróttakonu sem verður afar athyglisvert að fylgjast með í framhaldinu.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar