Skip to content

Fagráð Gróttu

Innan Gróttu er starfandi fagráð. 

Fagráð Gróttu tekur til umfjöllunar mál er varða beina og óbeina mismunun, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti innan Gróttu. Slík hegðun er litin alvarlegum augum og ekki liðin innan Gróttu. Lögð er áhersla á samheldni, traust og góðan starfsanda.

Í fagráði sitja: 

– Erla Kristín Árnadóttir, lögmaður
– Grímur Sigurðsson, lögmaður
– Sjöfn Evertsdóttir, sálfræðingur

Varamenn eru:
– Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
– Viðar Lúðvíksson, lögmaður

Mikilvægt er að starfsfólk og iðkendur innan Gróttu sem verða fyrir beinni eða óbeinni mismunun, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni,  ofbeldi eða einelti hafi aðgang að og geti tilkynnt mál sín til viðeigandi aðila samkvæmt eineltisáætlun Gróttu eða beint til fagráðs Gróttu. Er það hlutverk fagráðs að taka við, meta og fylgja eftir tilkynningum sem ráðinu berast og tryggja að þær fái viðhlítandi málsmeðferð samkvæmt verklagsreglum fagráðs og landslögum. Grótta útvegar aðstöðu og hýsir gögn er varðar ráðið og málefni þess, sem skulu aðgreind frá öðrum gögnum Gróttu og einungis fagráð hefur aðgang að.                                              

Hlutverk og markmið fagráðsins er eftirfarandi.

a.  Að vera starfsfólki Gróttu til ráðgjafar um mál er varða hlutverk fagráðs.
b. Að taka við fyrirspurnum og tilkynningum frá iðkendum og starfsmönnum Gróttu og leiðbeina þeim um málsmeðferð.
c. Að taka við, meta og skila niðurstöðu um mál sem ráðinu berast og leggja til að framvinda þeirra verði í samræmi við niðurstöðu máls, eineltisstefnu Gróttu og landslög. 
d. Að meta hvort þörf sé á aðstoð eða ráðgjöf annarra fagaðila. 
e. Að meta árangur verklagsreglna fagráðsins og koma með tillögur til úrbóta ef með þarf.

Hver sá sem vill bera fram fyrirspurn eða tilkynna um brot sem viðkomandi telur sig verða fyrir af hálfu samstarfsmanna eða iðkenda innan Gróttu hefur samband við viðeigandi starfsmann samkvæmt eineltisáætlun Gróttu eða beint við fagráð í gegnum tölvupóst á netfangið fagrad@grotta.is eða skriflega með bréfi auðkennt „Fagráð Gróttu“ að Suðurströnd 2-8, 170 Seltjarnarnesi. 

Að ósk Gróttu og/eða hlutaðeigandi aðila, tekur fagráðið til umfjöllunar tilkynningar um mál tengdri starfsemi Gróttu.

Verklagsreglur Fagráðs Gróttu er að finna hér.

Aðgerðaráætlun Gróttu gegn áreitni, einelti og ofbeldi er að finna hér.

Aðrar reglugerðir og lög íþróttafélagsins Gróttu er að finna á grotta.is/um-felagid/log-og-reglugerdir

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print