Síðastliðinn miðvikudag fóru fram aðalfundir allra deilda og aðalstjórnar Gróttu. Á fundi aðalstjórnar urðu formannsskipti en Elín Smáradóttir sem verið hefur formaður félagsins frá árinu 2015 hætti og við keflinu tók Bragi Björnsson. Í formannstíð Elína hefur margt áorkast. Gróttu var treyst fyrir rekstri íþróttamannvirkja, umtalsverð hækkun var á þjónustusamningi Gróttu og Seltjarnarnesbæjar, félagið hélt upp á 50 ára afmæli sitt og framkvæmdir við stækkun íþróttamannvirkja hófust.
Um leið og Elínu er þakkað fyrir góð störf í þágu félagsins bjóðum við Braga velkominn til starfa.